Það vita eflaust ekki margir um spjallrásina #scout.is á ircinu. En þar erum við nokkrir skátar að spjalla um allt milli himins og jarðar.
Ég veit að það eru fullt af skátum hér sem hafa ekki farið inn á þessa rás þannig að mér datt í hug til að lífga aðeins upp á hana að hittast á IRCinu. Ég var að spá í að við myndum hittast á sunnudaginn kl 20:00
Til að komast á ircið þarf sérstakan hugbúnað, mIRCer gott fyrir byrjendur og eru leiðbeiningar hér fyrir neðan.
Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á mIRC:
1 Klikkaðu hérna til að ná í mirc forritið
2 Settu þetta upp eins og hvert annað forrit
3 Opnaðu forritið og ýttu á myndina af karlinum
4 Ýttu á hnappinn þarna uppi með mynd af hamri og möppu sem er hliðina á eldingunni
5 Farðu í add þar og skrifaðu í description irc.ircnet.is og í ircserver irc.ircnet.is
6 Ýttu þar á eftir á add
7 Ýttu síðan á línuna fyrir neðan irc servers og fyndu irc.ircnet.is
8 Ýttu þar á eftir á connect to server.
9 Þar kemur svona fullt af línum og svona, þá ertu tengdur servernum.
10 Farðu svo í möppuna þarna uppi vinstrameginn sem á eru merkin # og +
11 Ýttu þar á add og skrifaðu td í channel #scout.is (allar ircrásir eru með # fyrir framan)
12 Klikkaðu svo á rásina þannig að hún verður blá og ýttu svo á neðra join, það eru tvö join merki.
13 Þá ættirðu að fara automatíst á síðuna.
Ef þetta virkar ekki sendu mér þá skilaboð
Vonandi að ég sjái sem flesta