Helgina 21. - 23. febrúar fór Skf. Segull í félagsútilegu upp á Úlfljótsvatn. Við vorum búin að taka DSÚ og JB á leigu.
Farið var með rútu frá skátaheimilinu upp á Úlfljótsvatn. Þegar þangað var komið fundu allir sér herbergi og komu sér fyrir. Ég og Yousef sváfum í Örverpi.
Settningin var í höndum flokksforingja og tókst hún bara nokkuð vel hjá okkur. Massa kynningaleikur og allt.
Sá háttur var hafður á að allir fengu einn gaffal og áttu að geyma hann alla helgina, það gekk nú bara ágætlega.
Í póstaleiknum sáu flokksforingjarnir um fánapóst og börupóst. Börupósturinn fór þannig fram að við vorum búin að leggja eitt mark á hliðina og lágum þar meðan við létum krakkana búa til börur.
Hádegismaturinn var settur saman úr grjónum, mjólk og kanilsykri, semsagt grjónagrautur.
Eftir hádegi var hike sem var það auðveldasta sem ég hef farið í: upp á fjallið fyrir ofan (man ekki hvað það heitir) og síðan út að krossinum til að mæla hæðina á honum. Til þess fengum við 20 cm reglustriku.. nei djók. Hann er ca. 7 m á hæð.
Í kaffinu fengum við lummur úr grjónagrautnum og skúffuköku.
Þá var frítími sem við fengum til að æfa skemmtiatriðið okkar. Hef ekki séð það betra í fjölda ára.
Í kvöldmat fengum við hakk og spagettí, mjög gott.
Kvöldvökuskipuleggjendur voru búnir að semja við okkur flokksforingja um að stjórna kvöldvökunni en þegar við mættum á svæðið þá var búið að stela því hlutverki af okkur.
Á sunnudeginum var flokkakeppni og þar vorum við í hlutverki hnútasöngstjóra en hnútasöngur er þannig að þú átt að binda eins marga hnúta og þú getur og syngja um leið.
Í hádegismat voru pizzur og kók.
Tiltektin gekk ágætlega og voru allir komnir til síns heima um klukkan hálf fjögur.