Eftir nokkrar ferðir um svæðið fundum við loksins veginn að skálanum og eftir að allir voru búinn að koma sér í hús, leita sér að svefnplássi og laga gluggann var farið í smá upprifjun frá fyrstu hjálp I. Eftir að það var búið var farið að spila á gítar og spjalla saman, þegar fólk nennti því ekki var bara farið að sofa.
Næsti dagur byrjaði með smá fyrirlestur um hvernig björgunarmaðurinn á að vera, áverka, fullt af skammstöfum (OLSENA, SAGA, SSS, SSL o.s.frv.). Um hádegi fengu sér allir eitthvað í gogginn og síðan var farið út að leika sér í snjónum. Eftir það var farið í smá æfingu þar sem fjórum “sjúklingum” var dreift um svæðið með mismunandi áverkum. Einn dó úr hjartaáfalli en hinir lifðu af með beinbrotum og hryggáverka. Eftir þessa skemmtilegu æfingu var haldin fyrirlestur um allar þessar stofnanir svo sem almannavarnir og björgunarlið. Síðan var farið í alvarlegu kaflana bókarinnar, aðkoma að látnum og líka áfallahjálp. Eftir mikla kennslu, pásum og skemmtilegum uppákomum var síðan grillað og farið í mjög skemmtilegan leik þar sem stelpurnar áttu að leika það sem strákarnir skrifuðu á blað og strákarnir það sem þau skrifuðu. Mjög gaman. En eftir þennan leik þá voru allir orðnir svolítið þreyttir þannig allir fóru að sofa.
Eftir 66° og kveikjari (einkahúmor) var farið í síðasta fyrirlestur um Tilkynning slysa og Flutning slasaðra. Allt þetta var mjög skemmtilegt og allir lærðu eitthvað nýtt. Eftir það var svo pakkað niður, sópað og skúrað og farið af stað. Eftir smá stund bárust tilkynning um sprengingu í bíl ekki langt frá. Þegar við komum á staðin fundum við þrjár manneskjur, ein með brunasár, ein með hryggáverka og beinbrot og ein með flogaveiki. Ekki leið langt þangað til að allir voru farnir að annast sjúklingana. Rúman hálftíma eftir að tilkynningin bárust til okkar voru allir komnir af slystað og til frekari greiningu og meðferð. En allir voru fegnir að þetta var bara æfing.
Síðan þegar allir voru komnir niðri hjálparsveitarhús var farið í skriflegt próf. Allir stóðust prófið og allir voru ánægðir með helgina.
Heimasíða HSG er <a href="http://www.hjalparsveit.is“ target=”_blank">hjalparsveit.is</a
kv. Sikker