Föstudaginn 14. febrúar fóru 8 duglegir drengir í útilegu í Fálkafell. Og 7 lögðu af stað á föstudags kvöldinu í miklum vindum og rigningu en einn var heima (ég) “veikur”. Strákarnir mættu að Hömrum en var skutlað upp að hitaveitu skúrum og veðrið ath. þar. Svo fór að þeim var skuttlað nær allveg uppeftir.
Morguninn eftir kom svo þessi eini skáti sem hafði verið heima og hann labbaði uppeftir og kom Magnicum á móti honum.
Þegar uppeftir var komið var morgunmatur og voru flestir að klára hann, hafragrautur og djús. Eftir mat fórum við áð kveikja upp í kabissunni og ég að koma mér fyrir. Svo fórum við út að súrra og gerðum það bara vel :) Að okkar mati :) Eftir súrringuna komu tveir menn á snjósleðum og við fengum far upp á brekkuna fyrir ofan Fálkafell og fórum svo í “sleðakeppni”(á rassinum) niður hana.
Í hádegis mat var bláberjasúpa og brauð og borðuðu allir vel af því. Þennan laugardag var svolítið hvasst þarna uppfrá og meðal annars fauk ég til þegar ég var að ná í vatn (og ég telst þungur) :P
eftir kvöldmat vildi allt í einu einn af okkur fara heim :(
Hann sagðist ætla að labba og reyndi að komast út en þá settist einn flokksforinginn fyrir framan hurðina og sat þar :)
Svo fórum við að spila og í leiki. Flokksforingi stráksins sem ætlaði að fara og strákurinn voru uppi í foringjaherbergi að tala saman. Og svo þegar það var búið hljóp strákurinn út og lagði af stað. Magnicum og flokksforingi stráksins fóru út að leita því það var á bilinu 10-20 metrar á sekúndu. Eftir mikla leit var hringt heim til stráksins og þá sagði mamma hans að hann væri kominn heim. Þeir komu upp eftir og við kláruðum verkin sem átti eftir að gera og fórum svo að sofa. Morguninn eftir fórum við að taka til og þar sem Gaulverjar voru með slæma umgengni þurftum við að þrífa upp skítinn eftir þá.
13:00 löggðum við af stað niðureftir og vorum sóttir þar og allit fóru glaðir heim eftir þessa mögnuðu útilegu :Þ

Vona að þið njótið
kv colin