Ég fór á vítamín 7-9 feb þetta er sagan mín um hvað gerðist ég veit að það eru MJÖG misjafnar skoðanir um hvernig var en mér fannst það geðveikt gaman.
Ég var í herberginu Örverpi í DSÚ á Úlfljótsvatni, það herbergi er svoldið þröngt en samt fínt (það voru ekki svo mikil læti á næturnar!!) Sú sem hafði námskeiðið hét Guðrún Ása, hún fór til Tælands, mér fannst hún geðveikt skemmtileg og hélt þetta námskeið mjög vel og svo auðvita allir sem voru að hjálpa henni t.d. Gísli, Gummi, Unnsteinn og svo fleirri og sú sem eldaði fyrir okkur eldaði geðveikt vel! Hér byrjar þetta:

FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ
Rútan kom soldið of seint til Hveragerðis þar sem átti að taka 4 stelpur úr Strók (með mér). Það var búið að loka sjoppunni (hún lokaði kl 20:00) og við biðum í bíl einnar mömmunar. Hmm rútan átti að koma um 19:30 til 19:45 en hún kom um 20:10 til 20:15 (skáti mætir ávallt á réttum tíma? nei) Við komumst í skálana á Úlfljótsvatni um 21leitið leituðum að okkur herbergi og fyrir valinu var Örverpið, þar inni gistum við fjórar. Guðrún Ása sagði okkur að við mættum vaka eins lengi og við vildum en við þyrftum að vakna kl 8:00 og að skálaskoðun væri 30mín seinna, svo sagði hún líka að það væri ekki leyfilegt að vera með farsíma (GSM) og við mættum láta hana hafa hann en ef við yrðum séð með síma yrðum við “skriðtæklaðar” af Gumma. Ekki vildu margir hætta á það svo við létum hana hafa síman (ég sá svo strax eftir því!!!). Það var líka sett af stað leynivinaleikur og áttum við að draga miða um hver yrði leynivinur mans ég dró Bald úr Segli. Við vorum líka sett í hópa/flokka. Ég lenti í hópnum Freunde, sem þýðir vinir á þýsku. Um kvöldið var talað soldið en ekki mikið og fórum við að sofa um 2leitið.

LAUGARDAGURINN
Vorum vaktar um 8leitið með miklu banki á hurðina og með því að kveikja ljósið. Skálaskoðun eftir 30mín. Tókum rækilega til subbið eftir MÉR (ég get ekki verið snyrtileg!) Þá byrjaði skálaskoðunin, það var byrjað á herberginu okkar og þar fann Gummi eitt pínuponsu rusl. Og svo matur, nammi namm, fengum gaffal og þá var útskýrt fyrir okkur gaffalleikin. Við eigum bara gaffal sem hnífapar enga skeið fyrir morgunkornið né neitt bara gaffall. En ég og hinar stelpurnar úr Örverpi (bara Strókur!) fengum skeið fyrir skálaskoðun, það fengu líka tveir strákar úr Segli skeið fyrir skálaskoðun (þetta voru teskeiðar) en þurftum við að skila þeim aftur eftir morgunmat.
Eftir morgunmatinn fórum við í póstaleik í hópunum og fyrsti pósturinn hjá okkar hóp var að læra á áttarvita, það gekk alveg ágætlega. ég man ekki alveg hvað annar pósturinn var þannig ég tel bara upp alla póstana: Áttavitin, að síga (niður turninn), þrautabraut, að búa til hveitibolta, að flagga. Við gátum þó ekki sigið því það kom einhver útlenskur hópur.
Hádegismatur, mmmmm.
Man ekki alveg hvað var gert!! (Vóv skammtímaminnið alveg farið.)
Hver hópur átti að gera skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna á tungumáli sem flokkurinn hafði (tælensku, þýsku, frönsku, dönsku og spænsku.)
Um kvöldið kláruðum við að síga og fórum svo í KSÚ (held ég) þar sem Hjálparsveit skáta í Hveragerði var og héldum þar kvöldvöku.
Eftir kvöldvökuna fórum við í ÆÐISLEGAN næturleik sem er mjög flókin!! En “venner” vann =0( ekki “Freunde” en só.

SUNNUDAGUR
Vöknuðum fórum í skálaskoðun, það fannst aðeins meira rusl svo við unnum ekki, heldur einhverjar stelpur úr Mosverjum. Tókum til (eftir morgunmat og dagskrá, þetta eru alvarleg frákverfseinkenni af síma með að gleyma öllu) En svo tókum við til. Þegar rútan kom um 14leitið þurftu krakkarnir sem ekki tóku nóu vel til að taka aftur til (ekki ég). Svo slitum við og hver og einn fann út hver sinn leynivinur var. THE END!