…Jæja síðasta helgi var ekki allveg eins og ég bjóst við að hún myndi verða…
Eins og menn tóku kannski eftir þá var allveg ótrúlega vont veður síðasta föstudag (31.jan) en jújú… samt fórum við 5 vaskir skátar úr Vífli(+1 frá öðru félagi), keyrandi upp á hellisheiðina klukkan svona 9 að kvöldi til. Ákváðum að fara út hjá skíðaskálanum. En sú ákvörðun var frekar erfið því maður sá hreinlega ekki neitt út úr bílnum! en auðvitað fórum við ekkert að fara hætta við núna! áfangastaðurinn var hinn notalegi kofi landnemanna, þrymur.
Farangurinn/útbúnaðurinn var ekki með besta móti hjá flest öllum nema auðvitað hjá tveimur súberskátum, og er ég auðvitað mjög þakklátur fyrir það :)
Jæja hófst nú labbitúrinn í þessu blíðskaparveðri, ekki nema svona uþb. 3000þ vindstig og svo kalt að það er ekki til svo lág mínustala í heiminum! Með bakpokann í þessu roki tók mig svona 30min að finna rétta “jafnvægið” ss labbaði eins og eftir 12 bjóra.
Jæja en þrátt fyrir veðrið ákvað ég að vera á léttu nótunum og renna mér niður smá brekku með miklum og flottum stíl. Það tókst nú allveg ágætlega nema hvað það gleymdist víst að segja mér að neðst í brekkunni voru nokkrir hverir (sem sáust auðvitað ekki fyrir snjó) Enginn áhugi hjá mér að fara í heitt bað… allaveganna ekki þarna!
Jæja við löbbuðum áfram, já, áfram eitthvert sem ég var ekki allveg viss hvert, því maður sá svona uþb. nokkra metra áfram, en ég elti bara gauranna sem þekktu leiðina, og jú, eftir svona 2og1/2 tíma labb þá sáum við glitta í skálann, og var það mjög fögur sýn!!
Planið var að fara inn, kveikja upp í arninum og hafa það nice! en nnneeeiii, hvað gerðist. Var lásinn/hurðin ekki frosin. Við notuðum margar aðferðir til að reyna opna hana, en að lokum tókst okkur það með því að kveikja í prímus og hita lásinn. Vorum við þá búinn að reyna opna hana í 45min!! og það var orðið svolítið kalt….
Byrjuðum við á því að henda okkur í svefnpokann til að þýða okkur aðeins. Svo var þetta annars bara rólegt og kósí kvöld með nettu gítarspili og spjalli.
Daginn eftir þá skein sólinn inn um frosinn gluggana. Fengum okkur að borða og ákváðum að leggja bara af stað til baka….Vorum við víst búinn að plana að labba lengri leið til baka. Ákváðum að skokka upp á fjallið sem var hjá skálanum og líta inn dalinn sem við ætluðum að fara og líta á aðstæður. Þegar komið var þangað byrjaði að snjóa og veðrið fór að versna. Svo við ákváðum bara að snúa við og fara svipaða leið og við komum.
Leiðinn heim gekk bara hratt fyrir sig, mjög fjölbreytilegt veður. Td. snjókoma, þoka, sól og blíða. Mættum við fullt af jeppum og snjósleðum, gönguskíðamönnum og þar á meðal mættum við einum kunningja okkar á gönguskíðum og gekk hann með okkur restina af heimleiðinni.
Já, þannig var nú þessi útilega í stuttu máli…
….vill taka það fram að ég er nýr skáti svo það gæti verið að eitthvað af þessu sé einhver steypa ;)