Ég legg ekki í vana minn að skrifa eitthvað hér á huga nema einhverjir óþroskaðir og þröngsýnir einstaklingar séu að rakka einhvern hóp niður.
Duff: Ok, í fyrsta stað þá hef ég starfað með norskum skátum og íslenskum. Ég get sagt ykkur það að norskir skátar eru ekki þeir aktífustu sem þú finnur. Við löbbuðum upp á einhvern fjallgarð gistum í circa 1600 metra hæð yfir sjáfarmáli og löbbuðum síðan upp á topp daginn eftir. Við vorum 12 Íslendingar og þurftum að draga alla norsarana á eftir okkur. Vert er að taka fram að í hópnum okkar voru líka tvær 13 ára stúlkur.
TheSims: Í hvaða skátafélagi varstu? Það er náttla deginum ljósara að skátaforinginn þinn hefur verið alger bjáni og greinilega ekki að höndla foringjahlutverkið. Það er aðeins fyrir aumingja að hætta þegar það blæs smá á móti, þó að nökkur tjöld hafi fokið og smá rigning þá er það ekki neitt. Þú hefðir einfaldlega átt að sína karakter halda áfram, síðan þegar þú kæmir heim ættiru að tala við félagsforingja og biðja um að fara til alvöru foringja. Mér bíður við þessu um að tjöldin hafi flogið út í buskann, hvernig helduru að það sé að gista í tjaldi í Tindfjöllum í -15° frosti og vind í kringum 7 vindstig?
Ég efast líka stórlega um að þessi saga sé sönn þar sem ég veit ekki til þess að nokkur foringi hefur tekið upp bók með flóru Íslands, var þetta flokksforingi eða sveitarforingi?
Gummster: Þú ert nú alveg að rugla… úr hvaða skátafélögum hafið þið verið reknir? Ég skal tékka hvort þú sért að segja satt. Skátafélög reka ekki fólk úr félögunum, þeir taka á vandamálunum
Balin: Ef þér finnst pirrandi að fólk sé að niðurlægja önnur áhugamál af hverju leifiru þér að segja þetta um skáta. Þekkiru alla skáta á landinu? Greinilega ekki því að allir nema tveir í skátafélaginu mínu eru allir fínir gaurar.
Twacker: Þú hættir í skátunum af því að það voru svo hræðinlega leiðnilegir flokksstjórar. Þú hefðir kannski átt að kynna þér starfið betur, þeir heita flokksforingjar. Annars er þetta gott svar, þú varst ekki rakka einn eða neinn niður, einfaldlega bara segja þína reynslu. Málið er að flokkurinn mótar flokksforingjann líka. Er hugsanlegt að flokkurinn hefði ekki getað komið með tillögur hvað þið vilduð gera og verið umburðarlyndari við flokksforingjann?
Einhverntímann þegar þið eruð orðin eldri, hafið aldrei stundað útivist, og týnist einhverstaðar upp á hálendi hver kemur þá og bjargað þér? Björgunarsveitirnar sem að stórum hluta voru aldnir upp í skátunum. Þá á sá hinn sami ábyggilega eftir að draga niðurlægjandi orð sín gagnvart skátum til baka.
Hvernig skilgreinið þið nörda? Mín skilgreining er sú að þetta ér persóna sem er góð í einhverju ákveðnu og oftast betri en þeir sem kalla hana nörda. Þetta þekkist úr grunnskólum, þeir sem eru duglegir og gáfaðir eru kallaðir nördar af þeim sem eru lélegir tossar. Síðan þegar þeir koma í framhaldsskóla þá snýst dæmið við. Töffararnir og tossarnir verða að taka sig á til að ná einhvert áfram í lífinu meðana gáfaða og duglega fólkið nýtur lífsins á framhaldsskólaárunum og er síðan í góðum málum upp á framtíðina.
Ég vona að þið sem eruð að skrifa eitthvað meiðandi um aðra hópa hér á huga hugsið ykkar gang næst. Reynið að minnsta kosti að sýna smá skilning, víðsýni og þroska.
Kveðja,
Jón Þó