hérna saga af næstu ferð sem sami hópur og fór í Hjálparsveitarferð dauðans!! fór í núna um helgina

..Laugardagsmorguninn 25 janúar kl 9 voru mætt 12 manns tilbúin í ævintýri . um kl 10 voru allir tilbúnir með sitt dót og búið að raða í bílana .
keyrt var uppað Langjökli í sól og blíðu og stoppað við fyrsta snjóinn til að hleypa aðeins ur dekkjunum og svo var brunað af stað ,við vorum a 3 bilum nissan Patrol á 44“ ,toyota hilux á 38” og eg á stuttum pajero á 38" allt gekk vel nema í fyrsta skaflinum festi eg mig enda var þetta frumraun mín á bílnum og skaflakeyrslu ,en því var reddað snarlega með patrolnum .
eftir þetta gekk allt eins og í sögu og þegar á jökulinn var komið var þar björgunarhundasveit islands við æfingar og var ætlunin að við hjálpuðum þeim að grafa holur fyrir hundana .
þegar það allt var búið var ákveðið að skella sér uppá jökull og prófa bílana og leika sér á skíðum,snjóbrettum og jafnvel skóflum . sú ferð gekk bara í alla staði vel þrátt fyrir smá skafla og festur og húllum hæ
undir kvöld var farið til baka til að huga að snjóhúsagerð því ætlunin var að sofa í snjóhúsi gerð voru þrjú snjóhús með pláss fyrir 4 manneskjur í hvoru húsi svo var lagst oni poka og fyrir þá sem eru að spá í að sofa í snjóhúsi þá mæli eg með því að vera vel míginn áður en farið er ofan í poka :)
morguninn eftir þegar við vöknuðum þurftum við að byrja á því að grafa okkur út úr snjóhúsinu því það hafði skafið hressilega um nóttina og var erfitt að komast út aftur..
svo var snæddur morgunverður og farið að athuga með hundasveitina ,en þeir vildu ekkkert fá hjálp frá okkur svo við forum bara aftur uppá jökul .
þegar þangað var komið var lélegt skyggni og færðin soldið þung en við létum það ekkert stoppa okkur og keyrðum eithvað uppeftir eftir um 2 tima komum við aftur niður enda var skyygnið orðið frekar leiðinlegt þá var pumpað aftur í dekkin og haldið heim á leið
frábær ferð og allir skemmtu sér rosalega vel meira segja 2 utlendingar sem voru með okkur en öðrum þeirra leist ekkert á að sofa í snjóhúsi svo hann svaf bara inní bíl.
þessi ferðasaga á kannski ekki beint heima hérna inni á skátar þó svo að 4 manneskjur í ferðinni séu skátar en snilldar ferð samt sem áður sem segir manni það að hjálparsveitar ferðir eru líka skemmtilegar

kveðja
Jobbi