Áfangastaður: Þrymur, Hellisheiði.
BSÍ
Mæting var klukkan 19:40 og voru flestir mættir á þeim tíma, þó ekki allir. Þegar fimm mínútur voru í að rútan færi af stað hringdi ég í Baldur og Yousef sem voru þeir einu sem ekki voru komnir, og spurði hvar þeir væru og svarið var: á American Style. Þeir voru þó ekki að fá sér að borða heldur einungis í bíl rétt hjá áðurgreindum stað.
Þeir komust með..
NEYÐARSKÝLI
Rútubílstjórinn henti okkur út hjá neyðarskýlinu á Hellisheiði vegna láta (nei, djók), og var planið að labba þaðan uppeftir..
NIGGARARNIR
Eins og flestir vita sem komið hafa upp á Hellisheiði er sá siður að koma við hjá Svertingjunum og kissa þá þegar maður kemur upp og fer niður af heiðinni, annað boðar ógæfu.
Við höldum að einhver hafi ekki kisst þá vegna óhappa seinna í útilegunni (kannski hundurinn??).
BAKARÍ + BÆLI
Sumir fóru auðveldu leiðina en sumir þá stuttu en sú leið er að fara gegnum Bakaríið. Bakaríið er staður þar sem hægt er að elda brauð og þaðan af. Einnig fórum við að skoða Bæli aðeins utanfrá og er það í niðurníslu (hvernig sem það er skrifað); allar rúður brottnar, ein þakplatan farin o.s.frv.
ÞRYMUR
Það er alltaf gott að komast inn í skála og byrja að hlýja sér en núna var ekkert að hlýa sér því það var svo skítkallt að mér varð ekkert heitt fyrr en ég fór oní svefnpoka um kvöldið. Við spiluðum gúrku (spil) og allir halda að ég hafi svindlað en ég var svo þreyttur að ég fattaði ekki að ég væri með soldið spil..
NÓTTIN
Aðfararnótt Laugardags var viðburðarík þegar við fórum í óvæntan næturleik (líka fyrir foringja), þegar ein stelpan datt fram úr þriggja hæða koju og oná bakpoka fyrir neðan, það vöknuðu allir nema við Bakkabræður sem sváfum í eldhúsinu og félagsforinginn. Ég vaknaði hins vegar þegar bróðir minn kom og reif einangrunardýnuna undan mér af því að stelpan þurfti að sofa á gólfinu. Hún kom út úr þessu með fimm saumuð spor á kinninni.
LAUGARDAGUR
Á Laugardaginn gerðist annars ekkert merkilegt fyrir utan það að við fengum heimsókn frá fjórum aðilum, sem ég veit ekki hvað heita, nema að einn heitir Óli,, og var það mjög skemmtileg heimsókn vegna þess að þeir komu með kvöldmatinn, lamb (ekki heilt). Við vorum voða rómantísk, með kerti og alles, þegar við átum þetta gvuðsgjafarlamb. Það var nú gott.
AÐFARANÓTT SUNNUDAGS
Við vorum tvemur færri þessa nótt vegna slysa. Semsagt úr tíu manns í átta. Annars svaf maður bara vel þangað til að Palli félagsforingi öskraði góðan daginn yfir hálfan skálan.
SUNNUDAGUR
Vaknað, borðað, pakkað, raðað borðum, raðað stólum, sópað, þrifið, lokað, læst, lagt af stað er góð lýsing á fyrri hluta Sunnudagsins. En restin er á þá leið að við fórum upp að Bæli og kíktum aðeins inn í hann og ég verð að segja fyrir minn hlut að þessi skáli þarfnast lagfæringa og það strax í gær. En svo var farið út að Niggurunum og þeir kysstir og knúsaðir í bak og fyrir og síðan haldið eftir vörðunum út að neyðarskýlinu. Þar fengum við okkur að borða hinnstu máltíðina því rétt eftir að við vorum búin kom rútan og pikkaði okkur upp. Rútuferð í bæinn kostar 500 kall frá neyðarskýlinu, fyrir þá sem vantaði að vita það.
BSÍ
Þegar í bæinn var komið var beðið eftir okkur með heitt kakó og teppi, nei djók. Bílar biðu okkar og skuttluðu okkur síðan heim í heita sturtu og pönnukökur la’Mamma.
ENDIR
Því miður lýkur nú þessum skrifum mínum með þeim orðum:
Takk fyrir frábæra útilegu..