Forvarnir
Þessi umræða hefur verið hérna áður baddinn, en alltaf nauðsynlegt að ræða þetta. ->
http://www.hugi.is/skatar/greinar.php?grein_id=57997 Forvarnir geta verið bæði beinar og óbeinar ekki satt?
Beinar forvarnir eru þessar sem krakkar fá í skólum þar sem einhver gutti kemur og talar um reynslu sína og segir að þetta sé allt saman slæmt og vont.
Óbeinar forvarnir er þegar krakkinn hefur eitthvað fyrir stafni og er í þannig vinahópi sem ýtir sem minnst undir neyslu vímuefna.
Lítið er um beinar forvarnir í skátastarfi, rétt er það. En skátar eru pottþétt óbein forvörn.
Það er sannað að krakkar leiðast oftast út í vímuefni með skólafélögum, og oft eldri skólafélögum. Ef að krakkinn sé í skátastarfi eru minni líkur að hann fari á “djammið” með eldri krökkum í skólanum ekki satt? Ef skátinn er virkur þá er hann fleiri helgar útúr bænum en í bænum og þar af leiðandi er miklu minni líkur á að hann neiti vímugjafa.
Að hafa eitthvað fyrir stafni er góð forvörn. Skátastarfið var upphaflega hugsað þannig að allir fengu verkefni eftir hvern fund. Í minni sveit er þessu háttað þannig og allir hafa alltaf eitthvað fyrir stafni.
Margir skátar stigu sín fyrstu spor í kynlífi í skátaútilegum, og það er ekkert sem þarf að fela. Einhverstaðar verða krakkarnir að kynnast þessu. Persónulega finnst mér það betra að þeir geri það í skátunum en einhverstaðar niðrí bæ eða eftir eikkað ball heima hjá einhverjum.
Ég minni aftur á fyrri umræðu um þetta málefni en þar kom ég með fleiri röksemdarfærslur um þetta málefni. Hægt er að finna greinina hér ->
http://www.hugi.is/skatar/greinar.php?grein_id=57997 kv.
Jón Þó