Útilega Vampíra, Vífli í apríl 2002
Föstudagur:
Við mættum upp í skátaheimili hressar og kátar með allan útbúnað með okkur, til í slaginn! Við keyrðum upp í Hvell(foreldrar keyrðu okkur) og stoppuðum svo nokkuð frá staðnum, vegna þess að restin af veginum var eiginlega bara drulla. Við vildum auðvitað ekki festast, og við bárum bara töskurnar niður í skála!
Við stelpurnar vorum búnar að undirbúa mikla áætlun…við ætluðum að mála Gísla(ábyrgðarmaður okkar og vinur…) eins og stelpu, og höfðum með okkur mikinn útbúnað sem samanstóð af varalitum, meiki og fleiru þannig. Þegar hann kom gaf Gunnur okkur merki og þá hlupum við allar á hann og bundum hann niður í stólinn sem hann sat í. Þegar hann var almennilega fastur, tókum við upp vopnin og hófumst handa. Þegar við vorum búnar tókum við mynd af honum….hehehehe… Eftir það fórum við í kvöldgöngu og svo að “sofa”
Laugardagur:
Vöknuðum snemma og fórum í morgunleikfimi. Gísli þurfti að fara eftir hádegismat til að spila á tónleikum… Við höfðum áætlað að fara í vatnaíþróttir þegar hann kæmi heim, en við tókum forskot á sæluna. Við fórum í drusluföt og hoppuðum svo út í(Það var frábært veður)vatnið! Við fengum óvænta heimsókn frá Rakeli og föruneiti og buðum þeim upp á þessar fínu veitingar(kex)! Þegar Gísli kom loksins fórum aðeins út í en hættum svo þegar sólin var hætt að sýna sig. Síðan fórum við í fatalengju. Okkur var sagt að klæða okkur eins mikið og við gátum og svo áttum við að raða fötunum okkar saman og svo var dæmt um hver væri með lengstu lengjuna! Rósa vann(BARA útaf sokkabuxunum!)! Eir og Elfa þurftu að sitja hjá bæði í vatnaíþróttunum og fatalengjunni, því þær voru með svo mikið kvef. Þær skemmtu sér hinsvegar mjög vel við að horfa á hinar! Eftir fatalengjuna fórum við inn og fórum í kókoskúlukeppni, við áttum að gera eins flott og við gátum úr kókosbolludeigi. Ég vann, gerði einhvern grís.. Auður gerði frumlegustu myndina, en hún gerði *peep*… Svo fengum við okkur að borða og fórum svo út í þrautahlaup. Svo fórum við inn og fórum í Actionary. Svo fórum við að “sofa”…!
Sunnudagur:
Fengum aðeins að sofa út… Þegar við loksins vöknuðum fórum við í ratleik á dulmáli og Rósa og Ég(saman í liði) unnum hann! Svo tókum við til og svo var verðlaunaafhending! Alla helgina var keppni milli einstaklinga…það var keppni þar sem maður fékk stig, meðal annars fyrir sleikjuskap. Hér koma úrslitin:
Keppnin 1. sæti: Ég
Keppnin 2. sæti: Rósa
Grettir helgarinnar: Elfa
Besta skapið: Tinna
Foringjasleikjan: Heiður
Önnur verðlaun verða víst veitt síðar…..