Örstefna í Hraunbyrgi Þetta er tekið af <a href=http://www.scout.is>www.scout.is</a>

Örstefna: Starfsmenn skátafélaga


Þann 18. janúar kl. 10.00 - 12.00 verður fyrsta örstefna ársins haldin í skátamiðstöðinni Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Að þessu sinni er ætlunin að ræða um starfsmenn skátafélaga og málefni því tengd.

Meðal þess sem vonast er til að ræða er:


Hver eru möguleg verkefni starfsmanna, hver þeirra eru mikilvægust og til hvers er hægt að ætlast af starfsmanni miðað við starfshlutfall?

-Eru starfsmenn skátafélaga allir með svipaða starfslýsingu eða nýtast þeir til mismunandi starfa?

-Er nauðsynlegt fyrir skátafélag að hafa starfsmann?

-Hverjir eru kostir og gallar þess að hafa starfsmann?

-Er það fjárhagslega hagkvæmt að halda úti starfsmanni?

-Hvernig geta skátafélög komið sér upp starfsmanni og kostað hann?

-Hvernig hafa sum sveitarfélög komið að starfsmannahaldi skátafélaga?

-Hvernig metum við framlag sjálfboðaliða til fjár?

-Og margt, margt fleira.

Fyrir hverja?
Stjórnarmeðlimir, núverandi og fyrrverandi starfsmenn skátafélaga eru sérstaklega hvattir til að mæta og ljá umræðunni máls, auk allra annarra áhugamanna um skátastarf og rekstur skátafélaga.

Dagskrá
Ekki er um formlega dagskrá að ræða. Í upphafi örstefnunnar verða flutt tvö innlegg, Sigurður Guðleifsson starfsmaður Hraunbúa talar um starfsmenn sem rekstrar- og umsýsluaðila og Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri SSR talar um starfsmenn sem launaða leiðbeinendur. Eftir það verður orðið laust og eru gestir hvattir til að taka til máls. Fundarstjórn er í höndum starfsráðs BÍS.

Þátttaka
Þátttaka kostar ekkert. Léttar morgunveitingar á staðnum. Allir velkomnir. Gott væri að fá grófa hugmynd um þátttöku í síma 550 9800 eða í netfang <a href=mailto:einareli@scout.is>einareli@scout.is</a