Þegar klukkan var orðin rúmlega sex á laugardagskvöldinu komum við eftir langa keyrslu ,um hóla og fjöll, loksins upp að Kút. Fyrsta sem maður gerir í útilegum er náttúrulega að ná sér í hita úr ofninum og auðvitað gerðum við það. Þegar sæmilegur hiti var kominn í herbergið fórum við að elda okkur gómsætan kvöldmat sem sagt pulsur og bananar með súkkulaði *namm*. En seint var liðið á kvöldið svo að við fórum að spila Olsen Olsen og stuttu seinna fórum við að sofa. Daginn eftir vöknuðum við um klukkan eitt og snæddum hádegisverð. Við ætluðum fyrst að labba til Hveragerðis en þar sem klukkan var orðin frekar seint fyrir þriggja tíma göngum, tókum við draslið okkar saman og þrifum aðeins skálann. Loksins komumst við af stað og stoppuðum við hjá negrunum á Hellisheiðinni og fengu þeir einn koss frá herjum. Eftir það löbbuðum við Vörðuleiðina (fullt af vörðum sem vísar fólki á neyðarskilið, held ég) og vorum komnir að neyðarskilinu um hálf sex eða þegar farið var að dimma. Rútan frá Selfossi kæmi ekki fyrr en eftir klukkutíma þannig við fórum upp að vegnum og reyndum að stoppa bíl sem vildi taka með okkur í bæinn. Margir bílar þutu fram hjá okkur en loks stoppaði bíll með tveimum konum sem tóku okkur nánast alla leið upp að húsdyrum. Ástæðan var sú, konan sem var að keyra bjó í laugarnesinu, átti frænda sem er í skátunum og síðan kom einnig í ljós að hún þekkti einn af okkur þremum og einnig vin minn. Kannski var hún bara vingjarnleg en samt viljum við þakka henni aftur fyrir farið.
En eins og þessi saga sýnir eru enn til gott fólk í þessum heimi og viljum við þakka þessu fólki fyrir.
.Engin ábyrgð er tekin á stafsetningarvillur þar sem ég er ekki góður í stafsetningu.
kv. Sikker