Við í ds fenris fórum í svona jóla útilegu 26.- 27. dec. Þessi útilega var bara snilld:)
Flestir voru komnir upp í vífilsbúð um 20 leytið og þegar mest var í skálanum vorum við 15 að ég held. Við byrjuðum að spila jólaspilin í ár, það er að segja nýja trivial og séð og heyrt spilið. Það var hin mesta skemmtun og við funndum út hverjir fylgdust grannt með slúðrinu í sumar:) Eftir það var ákveðið að fara í hellaferð, en rétt áður fengum við eina mjög góða draugasögu!! Síðan fórum við út í góða veðrið og fórum í Fálka helli sem er einn af þeim flottustu í heiðmörk:) Þar var síðan sungið jólalög og við vorum svo góða að við fundum það út að við gættum léttilega stofnað hljómsveit:) hehehe Síðan fórum við aftur upp í skála og borðuðum grillaðan kjúlla. þetta var svona nætur snarl:) Svo héldum við áfram að víflast:) og um svona 2 leytið fóru flestir inn í skála. Þar fórum við að spyrja upp úr gettu betur spilinu. Þegar allir voru komnir inn fórum við upp á svefnloft og gerðum okkur klár fyrir svefninn. En allt í einu byrjaði ein að öskra og hún stökk upp úr svefnpokanum sínum og dansaði trylltan srtíðs dans, fengu allir fyrir hjartað og héldu að hún væri að tryllast, en svo kom í ljós að henni fannst eins og það hefið verið mús að skríða undir henni, við skoðuðum allt svæðið en engin mús fannst. Eftir tíu mín öskraði stelpan við hliðin á henni líka og svór að það hefði e-h verið að strjúka magann á sér líka:) þá fóru allir að skoða svæðið aftur en ekkert fannst. þegar allir höfðu svo róast heyrðum við eitthverskonar læti niðri, það var alltaf e-h að detta á gófið og sumir urðu alveg rjúkandi hræddir eða hræddar og þorðu ekki að sofa nálægt stiganum!!! En þá kom það í ljós að einn hefði verið að láta sleikjó detta niður á gólf. HEHEHE allir sofnuðu um 5 leytið og svo vöknuðum við um 12 og flestir fóru heim, en hinr sem eftir voru spliðu gettu betur, gengu svo frá og fóru heim.
'Eg held að allir hafi skemmt sér mjög vel, en við sökknuðum nokkurra úr sveitinni:( Þessar jóla útilegur hafa verið hefð hjá Víflum í nokkur ár og ég vona að þetta haldi áfrman svon, því það er svo gaman að taka sér smá frí frá öllum jóla boðunum:)
Annars bara gleðilegt nýtt ár!!!!!