1. Fyrsti næturleikurinn var í páskaútilegu Skjöldunga 2002 á Úlfljótsvatni. Að mínu mati fannst mér þetta ömurlegur næturleikur. Við vorum vakin kl. 1/2 þrjú um nóttini af værum svefni. Þá áttum við að fara út og leysa eitthverjar þrautir. Við komum að turnunum tveimur sem eru svona fastir saman og þá var sagt að það ætti að veita okkur visku og eitthvað bull svo var helt oná okkur tunnu af vatni. Þá fórum við að turninum sem hægt er að klifra upp í og þar var búið að kveikja eld. Ég skildi ekki alveg þennan næturleik því ég var svo dösuð þannig að þetta verður að vera nóg um hann.
2. Annar næturleikurinn var MIKLU skemmtilegri en hann var i afmælisutilegu Skjöldunga. Þá var búið að segja okkur að það væru Skotar að djamma í húsinu þarna fyrir neðan en við þyrftum ekkert að vera hrædd. Síðan fórum við bara að sofa. Við vorum vakinn seinna um nóttina eða kvöldið kl. ca. tvö. þá voru strákarnir komnir inn í stelpu herbergið og það voru nokkrir strákar að halda hurðinni og “Skotarnir” að ráðast á hurðinni. Það var búið að opna neyðarhorðina og allir áttu að ganga niður neyðarstigann. Á meðann alir voru að ganga niður stigann var verið að ráðast á hurðinni og sumar af stelpunum sem voru einu ári yngri en ég farnar að grenja.
Svo þegar ég var komin niður þennan ískalda brunastiga (ég var ein af þeim seinustu sem fór niður) fórum við aftur inn og okkur sagt að þetta væru ekki skotar.
3.Þá vorum við Ferfætlusveitin í Hleidru (eða hvernig sem maður skrifar það). ég og tvær vinkonur mínar sváfum á loftinu og svo byrjaði að heyrast svona ýskur eða drunur á þakinu. Allar stelpurnar sem voru niðri voru að öskra á okkur að hætta þessu og við sögðum þeim bara að þetta værum ekkert við og réttum fram hendurna en þá hætti hávaðinn í smá stund og svo heyrðust bara öskur og þjófavarnarkerfið fór í gang. ein stelpa sem svaf á neðri hæðinni var tekinn út og þeir öskruðu bara á okkur ,,Ef þið viljið sjá Selmu aftur farið þá út fylgjið rauðu deplunum fynnið rauða blikkandi ljósið og farið svo eftir spottanum þá finnið þið hana“.
Allir drifu sig í föt og við hlupum út þegar við vorum komnar út og byrjaðar að labba fötuðum við að við höfðum gleymt vasaljósinu. En það varð að hafa það við fundum bandið og eithverjir voru í kringum okkur allan tímann með svona þjófalambúshettu þannig að við þekktum þá ekki og hrópuðu á okkur þannig að við þekktum þá ekki. Svo tók einn mig og kastaði mér inn í tré.
Þegar við komum að næsta kofa öskruðu þeir á okkur ,,Eruði steiktar” Við litum niður og þar var Selma vafin inn í teppi.
Besti næturleikur ALLRA tíma!
4. Misheppnaður næturleikur sem var líka í Hleidru. Það var þannig að við áttum að koma úteitthvað bla bla þeir kveiktu í grasinu og voru í jólasveina búningum og öskruðu. Við þekktum strax hverjir þetta voru og þá var þetta bara búið.
Munið þið eftir eitthverjum næturleikjum?