Eftir að vera nýbúinn að lesa fréttina á skátavefnum um samning Hafnarfjarðarbæjar og Hraunbúa um forvarnar- og æskulýðsstarf þá fór ég að hugsa (aldrei þessu vant). Eru skátarnir svo miklar forvarnir eða nokkur önnur æskulýðsstarfsemi. Það er alltaf verið að tala um það að fólk sem stundi íþróttir standi sig svo vel í skóla og að skátarnir séu svona og hinssegin. Þessi er skáti, hann hlýtur að vera góður og vænn. Er þetta heilagur sannleikur?
Krakkar sem æfa íþróttir eru oftar en ekki metnaðargjarnari en þeir sem gera það ekki og svoleiðis frameftir götunum. Þeir sem eru skátar hafa kannski áhuga á fjallgöngum, útilegum, söng eða bara það sem skátastarf er. En þó svo að það væru engir skátar þá held ég að þessir krakkar færu ekki að drekka, reykja eða nota önnur vímuefni 14 ára gömul. Það sem oftar en ekki veldur því að krakkar á þessum aldri fara að neyslu er heimilisaðstæður. Þá skiptir engu í hvaða “stétt” viðkomandi er. Þetta er einskonar neyðarkall á athygli foreldranna. Sumir krakkar fara kannski að læra eins og brjálaðir en ætli flestir velji ekki þennan veg. Að falla úr skóla og í neyslu.
Þó svo að þessir krakkar séu skátar þá bjarga skátarnir því tæpast eða koma í veg fyir að þessir krakkar gangi þennan veg. Það þarf þá frekar að kenna foreldrum að vera betri foreldrar
Það var nú bara það sem ég vildi segja um þennan samning. Það er ekkert að því að bæjarfélög styrki “gott skátastarf” en ég dreg mjög í efa forvarnargildi skátastarfs sem slíks.