Skátafélagið Vífill fór í félagsútilegu núna um helgina og hafði undirbúningur staðið langi yfir. Við höfðu ákveðið að hafa þemað Snorra-Eddu, eða í raun Goðafræði, af því að ég var nú með dellu fyrir því, enda að lesa Snorra eddu í íslensku, og svo hentaði þetta mjög vel sem þema. Það var ds Fenris sem sá um ferðina.
Þemað var útfært þannig að hver foringi fékk goðanöfn. Siggi Tommi var til dæmis Óðinn og Hrafnhildur var Frigg. Svo gáfum við sveitunum nöfnin Einherjar(strákar), Valkyrjur(stelpur) og Dvergar(ylfingar). Allir staðirnir á úlfljótsvatni voru líka endurskírðir með hliðsjón af sögunum.
Við létum hvern flokk líka vinna smá forvinnu, gera verndargrip, fána og búninga.
Dagskrárliðunum var skipt niður á okkur í ds Fenris og það dreifði svolítið vinnunni.
Setningin var þannig að ég kom fram sem hel (hálf blámáluð með augnskugga og í striga skikkju) og bauð þau velkomin. Þá blessaði ég verndargripina. Síðan voru sögð nokkur orð um það sem framundan var.
Svo var smiðja sem var í strýtunni. Þar voru krakkarnir í því að mála, búa til kerti, smakka skáldameiðinn og margt fleira. Svo var bara farið að drekka kvöldkaffi og farið fljótlega að sofa.
Morgunnin eftir vorum við vakin og þá var skálaskoðun. Eftir það var póstaleikur með ýmsum skemmtilegum (og kannski minna skemmtilegum póstum) eftir hádegið var farið í hike og á meðan voru sumir foringjarnir eftir og skipulögðu.
Um nóttina var geggjaður næturleikur þar sem flokkarnir fóru á einskonar pósta þar sem að örlaganornir biðu þeirra og létu þá svara spurningum og gátum. Ein gátan var til dæmis svona. Getið þið ráðið hana?
Ég er upphaf goðanna.
Þú sérð mig einu sinni í degi
En á nóttunni eigi
Tvisvar í gyltum geislum sólar
En á himni ekkert á mér bólar.
Hver er ég
Þessa gátu samdi ég:c)
Svo voru þursar með kyndla sem eltu skátana og reyndu að ná þeim. Ef að skátarnir svöruðu spurningunni rétt fengu þeir einn bókstaf . Þegar þeir voru komnir með alla bókstafina áttu þeir að fara í mjög flottan helli sem var búið að gera á trönusvæðinu. Þar beið þeirra dís sem tók við stöfunum og gaf þeim verndargripinn sinn.
Morguninn eftir var þrautamót sem byggðist að einhverju leiti á fræðslupóstunum daginn áður.
Svo var tekið til og lagt af stað heim í rútu.
Alla helgina var í gangi flokkakeppni, þar sem flokkarnir fengu stig fyrir ýmislegt eins og skálaskoðun, hegðun og póstaleik.
Það sem stóð upp úr að mínu mat var hversu vel útilegan var skipulögð og framkvæmd. Einnig var ótrúlega skemmtileg sápuópera úr goðafræði sýnd í hverju matarhléi, spunnin upp og stóðu leikararnir sig frábærlega. Sérstaklega Hel… nei bara að spauga.
Ég hlakka bara til að fara í næstu ferð:c)