Jæja ég er öruglega eini geðveiki skátinn sem fer í töluna núna eftir erfiðan dag og byrja að skrifa hér á hugi.is..
Í dag, eða það var reyndar í gær var þessi ótrúlega vel heppnaða hátíð í laugardalshöllinni en þar voru allskonar leikir og póstar að hætti skátanna og síðan kvöldvaka klukkan 5 - 6 sem ég auðvitað var að spila á. En ég verð að segja það að þessi dagur heppnaðist bara rosalega vel og ég held að allir skátar hafi skemmt sér alveg hreint frábærlega…..Síðan var flott flugeldasýnig með öllum hljóðum , meira segja þjófavarnir bílanna fóru í gang…
Klukkan eithvað um 8 var síðan tekið á móti starfsmönnum landsmóts og þeim boðið uppá pizzur og nokkur orð komu fá mótsstjóra, dagskrárstjóra og verðandi mótsstjóra og síðan frá skátahöfðingja.

Klukkann 9 var kvöldvaka fyrir skáta eldri en 15 en ekkert hart tekið á því en þar voru allir Þessu helstu kvöldvökustjórar eins og Björgvina Magnússon DCC, Ævar og Hjörvar, Tómas Grétar slökkviliðsstjóri höfuðborgarinnar og fleiri , en þetta var þannig dagskrá að Björgvin og fleiri byrjuðu og síðan komu aðrir og aðrir en aldurinn minkaði allta eftir því sem leið á kvöldvökunni þegar hún endaði með mér, Hörpu, Helgu Rós og Eddu Björk, en við vörum með Jón á bandalaginu og Ó stælti skáti…

ég eiginlega er orðinn svolítið þreyttur núna eftir að hafa verið í skátabúningnum síðan klukkan ellefu í morgun og ég er enn í honum núna og ég er farinn að sofa núna og vonandi skemmtuð þið ykkur mjög vel og ef ykkur langar í textan af Ó stælti skáti látið mig bara vita


Skátakveðja Jako
Ég skora á ykkur öll að reyna vera eins og ég