Þetta segir okkur það hvaða álit lögreglan hefur á okkur og skulum við halda okkar orðspori og vera hreyfingunni til sóma í öllu sem við gerum… alveg sama þótt við förum ekki á vegum skátanna erum við samt skátar og allt sem við gerum af okkur setur svartan blett á hreyfinguna.
En hvað um það væri ekki svolítið sniðugt að setja skátastarf í lagasetningu? eða væri það bara alls ekkert sniðugt ? bæði er sniðugt
1. skátastarf væri ekkert sérstakt lengur ef allir ættu að fara í það.
2. þá þarf að byggja stofnanir ( skátaheimilin) og vera í þeim, nákvæmlega ekkert skátalegt
3. fordómar gegn skátum myndi minka það er þó jákvætt
4. allir væru góðir þjóðfélagsþegnar …það er þó nákvæmlega það sem skátahreyfingin gengur útá , að gera krakkana að nýtum þjóðfélagsþegnum.
jæja það er hægt að telja endalaust upp eithvað gott og vont um þetta en hér hætti ég og mynni alla á að mæta á laugardaginn 2. nóvember inní laugardalshöll og taka þátt í skemmtilegri dagskrá
Ég skora á ykkur öll að reyna vera eins og ég