Jæja eftir nokkur veikindi gat ég nú komið mér aftur að tölvuskjánum og ætla að fjalla um punktakerfið í Standard Bridge kerfi, en það er mest notaðasta kerfið í heiminum og er undirstaða flestra yngri kerfa, en Standard tók við af Vínarkerfinu svokallaða og voru punktarnir taldir öðruvísi þar.
Ás, kóngur, drottning og gosi eru verðlögð með punktum, þ.e. við metum hversu mikils virði spilið er. Síðar mun ég tala um skiptingapunkta en hér verður aðeins fjallað um 40 stöðluðu punktana sem eru í Standard kerfinu.
Ásinn er 4 punktar
Kóngurinn er 3 punktar
Drottningin er 2 punktar
Gosinn er 1 punktur.
Til hvers er punktakerfi?
Til þess að geta sagt sögn (opnað) í Bridge þarftu að eiga a.m.k. 12 punkta, það er talið nógu sterkt til að geta unnið á fyrsta sagnstigi (t.d. 1 lauf, 1 tígull, 1 hjarta eða 1 spaði) án hjálpar makkers. Þegar opnað er á lit (lauf er hálfpartinn gervisögn þar sem að ef opnari á ekki 5 lit í hjarta eða spaða og ekki 4 lit í tígli, og er ekki með nógu sterka hönd til að segja 1NT (grand), en yfirleitt þarf samt að eiga 3 lauf til að geta sagt 1 lauf) þarf opnarinn að eiga að minnsta kosti 4 tígla ef hann segir 1 Tígul, 5 hjörtu ef hann ætlar að segja 1 Hjarta og 5 spaða til að geta sagt 1 spaði.
Ef makker á yfir 6 punkta þá getur hann svarað og sagt sinn besta 5 lit ef hann á 5 lit en opnari verður að miða við að um sé talað um 4 lit þegar makker svarar opnun. Með jafna skiptingu og 8 - 10 punkta getur makker svarað með 1NT (1 grand). Ef um lágmarkspunkta er að ræða (6-7 punktar) þá hefur hann ekkert mikið að segja á öðru sagnstigi og á þá bara að segja “pass” þegar röðin kemur að honum.
Til þess að geta opnað á 1NT þarf hins vegar að eiga 15 - 17 punkta enda er það miklu sterkari opnun og gefur til kynna að verið sé að leita eftir game, þ.e. t.d. 3NT (grönd, en að vinna game gefur 300 stig utan hættu og 500 stig á hættu).
Ætli þetta sé ekki komið nóg í bili.
Kveðja,
Abigel