Bridge er íþrótt upprunin frá Englandi og er að mestu leiti hugaríþrótt. En ekki láta það blekkja ykkur að þið sitjið einungis og notið hugann. Hafa ber margt í huga þegar kemur að keppni s.s. líkamlegu ástandi (maður þarf að vera í góðri æfingu, til þess að heilinn geti starfað sem best) og huga einnig að matarræði (ekki borða þungan mat fyrir keppni og helst lifa á sykri á meðan keppni stendur)

En þetta er bara svona inngangur að þessum kubb. Hér mun ég kenna það sem ég kalla grunnstandard kerfi og vona að það verði til þess að fleiri andlit muni líta dagsins ljós hjá ungliðastarfi. Þeir, sem síðar vilja fá kennslu hjá einum af okkar heimsmeisturum geta skráð sig á Byrjendanámskeið hjá Bridgesambandi Íslands (BSÍ) og minnir mig að 10 kvölda námsskeið kosti 15.000 kr. og þá fylgir með bók þar sem Standard kerfið er sýnt á sem einfaldlegasta máta.

Bridge er ekki jafn mikil félagsíþrótt og t.d. handbolti en þó er þetta félagsíþrótt þar sem þú byrjar yfirleitt að finna þér makker (félaga sem þú spilar alltaf með) og endar yfirleytt með sveit þar sem eru allavegana 5 manns.

Það eru til 3 mismunandi form á íslandsmeistaramótum í Bridge; einmenningsmót (þar sem þú spilar alltaf við nýjan makker), tvímenningsmót (þar sem þú spilar með þínum makker) og svo sveitarkeppni (þar sem þú og makker þinn spila saman ásamt öðru pari).

Mest er spilaður tvímenningur (þú og makker) og er spilað alla daga niður í Bridgesambandi Íslands, Síðumúla 37 - 3 hæð en á mismunandi styrkleikastigi. Almenn kvöld eru á þriðjudögum og föstudögum en ungmenni yngri en 25 ára fá að keppa þar að kostnaðarlausu. Á miðvikudögum er svo ungliðabridge þar sem allir undir 30 mega koma og spila fyrir 200 kr. en inn í þessu verði felst að þú getur spurt keppnisstjóra um hvað skuli gera ef þú ert í vandræðum að segja á spilin.

Jæja þetta er nóg í bili og mun ég næst taka fyrir punktakerfið og notast þá við Standard punktakerfi.

Kveðja,
Abigel