En hvað er það sem gerir þennan mann svo góðan, hvað er það sem aðgreinir hann frá “minni spámönnum”? Góð spurning og henni yrði best svarað með því að segja að hann fléttar saman gríðalega hæfileika og ótrúlega mikla vinnu. Kasparov hefur magnaða reiknihæfileika, mikla byrjanaþekkingu, svo er hann góður í endatöflum og getur alltaf ruglað andstæðinginn í ríminu með því að hrista upp í stöðunni. Hann er góður á taugum, en ekki svo góður að taugarnar hafi ekki einhvertíman komið honum í koll. Hann er alhliða, getur sótt, getur varist og er góður bæði í hvössum stöðum og rólegum, þótt hann sé nú kannski þekktari fyrir færni sína í hvössum, “dýnamískum stöðum”. Hann er einnig boðberi fyrir hina nýu kynslóð atvinnuskákmanna, heldur sér ætíð í góðu líkamlegu formi og stúderar, stúderar og stúderar.
Kasparov fæddist upprunalega í Baku í Azerbaijan 1963, þannig að hann er af sömu kynslóð og Jóhann Hjartarson sem fæddist einnig það ár. Það kom snemma í ljós hversu gríðarlegt efni var þarna á ferð og hann var aðeins 15 ára þegar hann vann stórmeistara í fyrsta skipti. Hann fór strax að keppa á sterkum mótum og innan skamms varð hann stórmeistari. Árið 1982 vann hann sterk mót í Bugojno og Moskvu og það var farið að koma í ljós að þarna var heimsmeistari á ferð. Hann bætti fleiri rósum í hnappagatið næstu árin og árið 1984 ávann hann sér rétt til að tefla við erkióvin sinn, Anatoly Karpov um heimsmeistaratilinn. Einvígið fór fram í Moskvu og var heldur langt og leiðinlegt. Kin 2 gerðu mörg jafntefli í röð, en eftir 48 skákir var hvorugur orðinn sigurvegari og þess vegna var einvíginu frestað.
Árið 1985 tefldu þeir svo annað einvígi sem endaði þannig að Kasparov vann í magnaðri varnarskák. Drengurinn frá Baku var orðinn heimsmeistari og hann hélt þeirri tign í meiri en áratug, vann nánast allt sem hann gat unnið, með Karpov algjör yfirburðamaður í skáklistinni. Hann hefur alltaf þótt frekar ókurteis og sjálfselskur, semsagt ekki eins skemmtilegur persónuleiki eins og hann er góður skákmaður. Hann hefur gert margt misgott í gegnum árin í þágu skáklistarinnar en stórmeistarasamband hans, PCA féll um sjálft sig. Kasparov hefur þó alltaf haldið yfirburðum sínum við skákborðið alveg fram á síðustu ár en þá hefur hann svolítið verið að dala, en hann hefur þó alltaf náð að festa sig í sessi aftur. Hann hefur minnir mig komið þrisvar til Íslands, fyrst til að keppa á Heimsbikarmóti stöðvar 2, sem hann vann örugglega, svo til að keppa einhverjar atskákir í sjónvarpinu og svo loks á heimsmótið fyrir nokkrum árum en í þeirri ferð tefldi hann einnig fjöltefli á Langjökli. Það hafa verið gefnar margar bækur út um Gary Kasparov, en til gamans bendi ég á bókina “How to beat Gary Kasparov” en þar eru allar tapskákir hans (bókin er ekki löng!).
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður