Ég er nú ekki mikill skákmaður svo ég get ekki alveg útskýrt það á “fræðilegan” hátt en gafall er þegar maður ógnar tveimur mönnum í einu þannig að andstæðingurinn geti ekki komið í veg fyrir að maður drepi annan. Í dæminu að ofan, ef riddari fer á c6 þá getur kóngurinn drepið hrókinn. Þá fer riddarinn á d8 og skákar um leið og hann ógnar drottningunni. Svartur verður að færa kónginn svo hvítur drepur drottninguna í næsta leik.
/Kv. Snjólfurinn