Djöfulli geturu verið tómur í heilabúinu
Skák er hugaríþrótt sem er undirflokkur í íþróttum, líkt og listskautar eru undirflokkur í skautaíþróttum. Ætlar þú virkilega að halda því fram að listskautar séu ekki skautaíþrótt bara vegna þess að þú notar ekki pökk og kylfu.
Veistu hvernig undirflokkar virka? nei greinilega ekki. Þeir þrengja viðfangsefnið betur til að skilgreiningin passi betur við. Afhverju í andskotanum ætti HUGARíþrótt að taka á líkamlega? reyndu að nota það litla sem þú ert með þarna uppi. Skák, sem er hugaríþrótt tekur því aðeins á andlega, það er nú bara einu sinni sannað að skák tekur muuun meira á andlega en nokkurtíman til að mynda fótbolti. Því er skák meiri HUGARíþrótt en fótbolti þótt fótbolti sé meira líkamlegíþrótt, þetta eru tveir ólíkir hlutir.
Það er auðvelt fyrir þig sem hefur ekki hundsvit á skák að koma með fullyrðinguna: “Ekki eins og það sé erfitt að færa eitthverja trékalla”. Slík fullyrðing er ekkert annað en fáfræði, þú hefur ekki iðkað skák að alvöru því ert þú ekki maður til þess að dæma hana. Þetta er svipað og eitthver sem hefði engan áhuga á fótbolta segði: “Það er ekki eins og það sé erfitt að sparka í loftuðru”.
Ég er ekki endilega að halda því fram að allt þetta fyrir ofan eigi við um þig, aftur á móti nenni ég ekki að rökræð þetta málefni því er svarið svona langt. Ástæðan fyrir því að skák er ekki skráð hjá ÍSÍ er sú einfalda ástæða að skáksamband Íslands hefur ekki gert það. Hins vegar er ég sammála þér að það myndi ekki vera við hæfi að til að mynda eitthver skákiðkandi yrði íþróttamaður ársins eða e-ð álíka þar sem skák er of sérhæfð íþróttagrein og byggir ekkert á líkamlega partinum.