Varðandi árangur kynja á mismunandi sviðum, þá eru karlar yfirleitt hlutfallslega fleiri.
Ég var núna áðan að fletta í gegnum íslenska stigalistann í skák, og þar voru 20 konur af 666 Íslendingum með stig.
Svo skoða ég úrslit móts þar sem það var ein stelpa og 4 strákar í 5 efstu sætunum, 3 stelpur og 12 strákar í 15 efstu sætunum og 5 stelpur og 15 strákar í efstu 20 sætunum. Á öllu mótinu voru svo 32 keppendur, þar af 27 strákar og 5 stelpur.. Er það þá ekki matsatriði hvort kynið er að standa sig vel og illa, þar sem að meðaltalið af vinningunum hjá stelpunum eru 4 en hjá strákunum er það 3,37, þó að kynjalega séð þá hafi strákarnir 91 vinning en stelpurnar aðeins 20.
Nú ef þú myndir stinga öllum þessum manneskjum ofan í poka og gefa þeim jafn mikla möguleika á að komast úr honum en aðeins 5 munu komast út..
Í versta falli kemst bara 1 strákur út, en þó eru mun meiri líkur á að þeir skríði þaðan en stelpurnar, hlutfallslega séð.
Ég velti því fyrir mér, ef maður myndi setja 20 karlmenn og 3 konur í það verkefni að gera vísindalega uppgötvun eða “hugsunarafrek” hvort fleiri karlar eða konur komi með góða tillögu.