glæst skákmót
Hraðskákmót í Perlunni sunnudaginn 7. október.
Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags halda Hrókurinn og Skákfélag Vinjar hraðskákmót í Perlunni, sunnudaginn 7. október kl. 16:00.
Heilmikil dagskrá verður í Perlunni fyrir mót, tónlist, dans, ræðuhöld og myndlistarsýning og hefst hún kl. 14:00.
Þátttaka í mótinu er ókeypis og öllum heimil.
Glæsilegir vinningar i boði Forlagsins.
Veitt verða verðlaun fyrir:
bestan árangur 12 ára og yngri,
bestan árangur 13-18 ára,
bestan árangur kvenna,
bestan árangur 60 ára og eldri.
Að sjálfsögðu eru veglegir bókavinningar fyrir þrjá efstu þátttakendur í mótinu og auk þess fá allir yngri keppendur Andrésblöð eða –syrpur.
Einnig verður happadrætti þannig að allir eiga möguleika á glæsilegum vinningum.
Teflt verður eftir monrad kerfi. Skákstjóri er Kristian Guttesen. Tvö sl. ár hefur mótið verið haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur en eins og fyrr segir er það nú í Perlunni. Tæplega 40 manns voru með í fyrra og auðvitað er stefnt að því þátttakendur verði enn fleiri í ár.
Félagar í skákfélagi Vinjar og Hróknum hvetja allt skákáhugafólk á öllum aldri til að vera með