Dautt áhugamál!
Í stað þess að röfla um það að áhugamálið: skák sé dautt ætti viðkomandi að setjast niður og semja grein um skák og nota orkuna þannig í staðinn fyrir að röfla. Það er margt hægt að skrifa um ef viljinn er fyrir hendi. Það væri gaman að fá greinar frá keppendum um mót og segja frá þeim út frá sínu sjónarhorni og jafnvel birta skákir úr þeim. Til að áhugamálið sé lifandi þurfum við sem höfum áhuga á skák að virkja okkur sjálf því ef við gerum það ekki þá verður ástandið svona áfram. Ef þú vilt að áhugamálið sé lifandi þá er um að gera að leggja inn efni eða grein í púkkið og þannig verður áhugamálið lifandi aftur! Svo er það spurningin: Viljum við að áhugamálið lifi eða sé dautt? Það er okkar að svara sem höfum skák sem áhugamál. Ekki satt?