Verðlaun í aðalkeppninni verða kr. 60.000, kr. 35.000 og kr. 20.000. Verðlaun fyrir bestan árangur skákmanna undir 2000 elóstigum (íslensk skákstig) verða kr. 15.000, kr. 10.000 og kr. 5.000.
Sigurvegarinn hlýtur auk þess nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2006 og farandbikar til varðveislu í eitt ár.
Þátttökugjöld verða kr. 3.500 fyrir 16 ára og eldri og kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri.
Dagskrá mótsins
1. umferð sunnudag 8. janúar kl. 14-18
2. umferð miðvikudag 11. janúar kl. 19-23
3. umferð föstudag 13. janúar kl. 19-23
4. umferð sunnudag 15. janúar kl. 14-18
5. umferð miðvikudag 18. janúar kl. 19-23
6. umferð föstudag 20. janúar kl. 19-23
7. umferð sunnudag 22. janúar kl. 14-18
8. umferð miðvikudag 25. janúar kl. 19-23
9. umferð föstudag 27. janúar kl. 19-23
Skákþingið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.
Skráning er á heimasíðu TR og þar verður að finna nánari upplýsingar og keppendalista.
Einnig er hægt að skrá sig í síma 895-5860 (Ólafur) eða í netfangið rz@itn.is (Ríkharður).
Tekið af skak.is
Nú spyr ég hverjir ætla að mæta á mótið? Ég mæti að sjálfsögðu
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.