Fimmtudaginn 22. desember kl 16.30. verður Garðatorgsmótið - Firmakeppni Taflfélags Garðabæjar á Garðatorgi á ganginum fyrir framan kaffihúsið og við Hagkaup. Stefnt er að fjölmennu móti og er það öllum opið og þátttaka ókeypis.
Ekki er verra ef menn skrá sig fyrirfram með því að senda póst á tg@tgchessclub.com
Vegleg verðlaun verða fyrir þann einstakling sem nær bestum árangri en hann hlýtur ferðavinning en ennig hlýtur það fyrirtæki sem sigrar veglegan farandbikar til gæslu næsta árið. Dregið verður út veglegt gjafabréf meðal keppenda að áramótapakka.

Tefld er hraðskák 5. mínútur á mann. Alls verða tefldar 7 umf. eftir Monrad kerfi.

Fjölmargir öflugir skákmenn verða með til að reyna að krækja sér í flugmiðann góða.

Tekið af www.tgchessclub.com

Ég skora á alla að mæta á þetta mót! Ég ætla pottþétt að mæta! Og fyrir þá sem ekki vita er alltaf gaman á mótum sem ég tek þátt í!
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.