Jólaskákmót TR fyrir börn og unglinga
Laugardaginn næsta (17. desember) fer fram skemmtilegt jólaskákmót fyrir börn og unglinga í Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið er opið öllum 15 ára og yngri og kostar ekkert að taka þátt. Tefldar verða sjö umferðir á meðan boðið verður upp á ókeypis pizzur, gos og fleiri veitingar.
Síðan verða veitt þrenn verðlaun í þremur flokkum: opnum flokki, stúlknaflokki og flokki yngri en 10 ára (f.1996 og síðar).
Einnig verða veitt fjöldamörg útdráttarverðlaun.
Mótið hefst kl.14 og lýkur um kl.17. Skráning hefst kl.13.00 á mótsstað. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni Faxafeni 12.