Ég hef verið að spá í það hvernig hægt sé að bæta áhugamál okkar um skák. Það eru nokkrir hlutir sem hægt er að gera. En það er bara spurning um að nenna og að vilja. Það hjálpar líka að vera jákvæður. Ég ætla að koma með nokkrar uppástungur og vona að þið skákunnendur segið hvað ykkur finnst.
1. Það væri gaman að hafa prófíl vikunnar þar sem valinn er skákmaður vikunnar og hann kynntur, auk þess sem lagðar eru nokkrar spurningar sem allir skákmenn vikunnar myndu fá einnig. Það væri sniðugt að velja skákmann vikunnar út frá árangri í mótum, eða þann sem hækkaði sig mest í stigafjölda eða út frá öðrum þáttum. Einnig væri hægt að hafa það þannig að skákmenn gætu sent inn upplýsingar um sig í svona prófíl og stjórnandi velur svo hver fer í prófíl viðkomandi viku.
2. Einnig væri gott ef einhver kynni á ICC kerfið og myndi senda inn vikulega fróðleik um kerfið og hægt væri að spyrja viðkomandi þegar vandamál steðja að.
3. Í framhaldinu finnst mér sniðugt ef hægt væri að hafa skákmót hér á áhugamálinu og þá í gegnum ICC.
4. Það sem mér finnst sárlega vanta eru skákþrautir með myndum. Þar sem viðkomandi getur reynt að máta, ná jafntefli og annað í þessum dúr.
5. Einnig væri gaman ef það væri bókakynning á skákbókmenntum bæði Íslenskar og erlendar skákbækur.
Ég vona að þú skákmaður góður hafir skoðanir á þessu og gefur þitt álit.