Ég veit að annaðhvort þá á tinnakristin eða Wanganna eftir að skrifa grein um allt mótið í heild en ég ætla bara að koma með kork um mitt framlag til mótsins..



Mótið byrjaði skemmtilega… ég fékk erfiðan andstæðing í fyrstu umferð sem hét skotta en á endanum náði ég að vinna..


Í annari umferð fékk ég Mikael Jóhann Karlsson, efnilegan gutta frá Akureyri.. ég vann hann með lítilli fléttu..


Í þriðju umferð fékk ég stelpu sem heitir Geirþrúður.. ég var með hvítt í fyrsta skipti á mótinu.. ég lék e4 sem hún svaraði með e6 sem er franska vörnin.. þarna þá náði ég tveimur hrókum á 7. reitaröðina svo þetta var frekar léttur vinningur.


Í fjórðu umferð var ég farinn að fá erfiðara prógramm og tefldi við Hallgerði… þessa var Svesnikov afbrigðið í sikileyjarvörn… ég var peði yfir um stund en svo á endanum voru báðir aðilar með drottningu og tvö peð en þvingað var að ég myndi verða peði yfir en það var h-peð svo við sömdum um jafntefli…


semsagt á fyrri deginum fékk ég 3 1/2 vinning og var í þriðja sæti..



í fimmtu umferð fékk ég okkar ástsæla stjórnanda, Wanganna. þessi skák var spennandi í fyrstu.. þangað til að ég lék af mér skiptamun.. sem ég náði svo til baka.. og hafði þá tvo menn og hrók upp í drollu… en svo lék ég illa af mér manni en var samt ekki með tapað.. en hefði biskupinn minn verið á f6 í staðinn fyrir f8 hefði ég unnið.. en svo var ekki og okkar ástkæri stjórnandi mátaði mig..


í stjöttu umferð fékk ég mann sem heitir inn á huga Zorro11.. þar lék ég líka af mér kalli í Winawer-afbrigðinu í frönsku vörninni en var samt ekki með alveg tapað því þetta var svo lokað.. en á endanuj lenit ég í tímahraki og féll á tíma eftir marga afleiki í tímahraki..


í sjöundu umferð fékk ég strák frá akureyri sem heitir Ólafur Ólafsson.. þetta var ekki létt en samt ekki erfitt.. ég hafði betri stöðu allan tímann en svo kláraði hann eiginlega skákina með hræðilegum afleik.. ég vann..



svo á þessu móti fékk ég fjóran og hálfan vinning sem hefðu getað verið 5 1/2 ef ég hefði boðið á móti Wanganna og Zorro11 þá jafnteflisboð mitt..

nærrum því verðlaun en ekki alveg…


takk fyrir mig