Sko koma því hér á framfæri að ég hef ekkert á móti einum meira en öðrum á þessu áhugamáli!
En þetta á að vera um standarda á skákgreinum.
Þessir standardar eru að þetta séu ekki 5-10 min skákir (nema ef þær eru vel tefldar og með flottri fléttu). Að það séu kanski einhverjar skákskýringar, aðalega þó með bestu og verstu leikjunum. Það að þetta séu ekki einhverjar illa tefldar hraðskákir er það minnsta sem hægt er að biðja um! Ef það ætti að samþykkja allar svoleiðis greinar undir þeim formerkjum að aðrir læri af illa tefldri skák þá væri ég líklega með svona 7000 stig hérna inná, því ég tefli svona skákir oft á dag. Þannig að ég er ekki bara að setja þessa standarda á ykkur heldur líka á sjálfan mig!