Þegar þú ert búinn að skrá þig inn þá eru fullt af litlum gluggum til hliðar. Þú átt að ýta á hvítan sem er með fullt af punktum á. Þegar bendilinn er yfir honum þá kemur “graf yfir áskoranir” í gulum glugga og þú veist þá að þetta er réttur gluggi og ýtir á hann.
Þá kemur stór gluggi upp með lutlum punktum á og þú ýtir á e-n punkt til að skora á sá hinn sama og þá kemuru upp taflborð..
Það er kannski ekki besta leiðin til að lýsa þessu í gegnum huga og ég er ekki besta manneskjan til að útskýra.
Þú getur skráð þig á heimaskíðu Hellis á Bikarsyrpu-mótin en þar eru engöngu íslenskir skákmenn.
Það er bara heppni ef að þú lendir á íslenskum mönnum þegar að þú skorar á e-n.
Þú getur líka farið í *opnaðu ICC gluggann og lýttu efst upp* í “skák” og valið “skora á…” og skorað á e-n sérstakann, þ.e.a.s. ef að þú veist um e-n sem að notar þetta og skrifar nafnið hans í reitinn sem er fyrir framan orðið “Andstæðingur”, t.d. heiti ég TinnaK (alltaf svo frumleg þegar að ég vel nöfn) og ef ég sá sem að þú skorar á er inná getur hann tekið/hafnað áskorunn þinni.
Vona að þú hafir skilið e-ð í þessu:S