Ég fór að pæla.. bara smá. Ekkert alvarlegt. Ákvað svo að spyrja ykkur nokkra spurninga og vona að sem flestir svari. Engar áhyggjur.. ég bít ekki. Ekki fast.
En hér koma spurningarnar:
1. Hvenær lærðuð þið mannganginn?
2. Afhverju?
3. Afhverju teflið þið núna? Einhver önnur ástæða en að þið hafið gaman af því?
4. Hvænær byrjuðuð þið að æfa?
5. Hvænær telfduð þið fyrst á móti?
6. Hvernig gekk ykkur?
7. Eruð þið góð að eigin mati?
8. Stúderið þið mikið?
9. Hafið þið náð einhverjum árangri sem þið eruð stolt af (t.d unnið e-n góðan, unnið sterkt mót)?
10. Í hvaða skákfélagi eruð þið?
11. Á hvaða borði eruð þið á í sveitakeppnum?