Umræðan hér á þessu áhugamáli hefur verið undanfarið hvort eigi að hafa tvo stjórnendur á skákáhugamálinu eða ekki. Það eru misjafnar skoðanir á því hér. Ég er búinn að segja mína skoðun á þessu og ætla mér ekki að endurtaka það hér.
Mig langar að vitna í orð Wanganna:
næstum allt efni sem kemur inn núna er frá tiger13, stefanbh, eða mér og því ef annar hvor ykkar verður stjórnandi hér þá munu allar greinar og allt vera bara sjálfsamþykktar greinar.
Jú vissulega er þetta góður punktur hjá Wanganna en eins og með öll vandamál er hægt að leysa þau. Það væri hægt að hafa það þannig að sá stjórnandi sem sendir inn efni geti ekki samþykkt sína grein heldur verði hinn stjórnandinn að samþykkja hana.
Ég las skilyrði Wanganna fyrir því að fá að vera stjórnandi á skákáhugamálinu. Ég get sagt það að ég uppfylli þessi skilyrði því ég er t.d. kominn með yfir 1.800 stig á www.hugi.is Er kominn með 336 stig á skákáhugamálinu og er orðinn miklu meira en 14 ára gamall.
Ég legg það til að Wanganna fái að velja sér samstarfsmann ef á að fá nýjan umsjónarmann á skákáhugamálinu.
Að lokum vil ég þakka þeim sem hafa blandað mínu nafni í þessa umræðu um annan umsjónarmann og mér þykir vænt um það. Einnig þakkir til þeirra sem eru að kjósa mig á könnuninni.