Smá hugmynd - hvað finnst ykkur?
Á hverju sumri eru haldnir dagar sem eru nefndir ýmsum nöfnum hér og þar um landið. Þarna er ýmislegt í boði og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég fór á nokkra svona daga hér og þar um landið. Hvergi var boðið upp á fjöltefli t.d. úti í góða veðrinu. Þetta er eitt af því sem mér finnst vanta í þessa daga. Fjöltefli við góða skákmenn sem við eigum, kannski efnilega skákmenn já og góða skákmenn almennt. Ég er alveg viss um að svona myndi plumma sig. Svo mig langar að fá ykkar álit skákáhugamenn! Hvað finnst ykkur?