Nú er könnun í gangi um það hvort vanti 3 ja umsjónarmann þessa áhugamáls. Ég veit að það eru skiptar skoðanir á þessu en ég ætla að láta mínar skoðanir flakka hér.
Wanganna hefur staðið sig með sóma í starfi sínu sem umsjónarmaður skákhlutans og ekkert undan því að kvarta. Ég hef ekki fylgst með verkum Abigel og því get ég ekkert sagt um verk þessa umsjónarmanns sem mér skilst að sjái um Bridge hlutann. Þó Wanganna hafi sinnt þessu áhugamáli eins vel og hægt er tel ég samt sem áður að það þurfi annan umsjónarmann með skákhlutanum til þess eins að minnka álag á Wanganna. Auk þess sem nýr umsjónarmaður kemur með nýja vídd á þetta áhugamál. En þá er það spurningin hver vill standa í þessu? Einnig kemur sú spurning upp hver á að verða fyrir valinu? Það er að segja ef Wanganna fær aðstoðarmann eða aðstoðarkonu!