Ágætu skákunnendur!
Það er ljóst að skákáhugamálið hér á huga er því miður í mikilli lægð og við því þarf að bregðast. Til dæmis er síðasta grein frá 12 janúar 2005 og ekkert komið þangað inn eftir það. Ég veit að það eru margir góðir skákmenn sem kíkja hérna inn og ég trúi ekki öðru en að þeir geti sett nokkrar línur niður á blað og skrifað smá greinarstúf. Hér mætti vera spes korkur eða þráður þar sem skákmenn geta glímt við skákþrautir og lausnirnar kæmu svo að viku liðinni eða þá að hægt væri að senda niðurstöðurnar inn á lausn viðkomandi skákþrautar og sigurvegarinn tilkynntur að viku liðinni. Einnig væri hægt að hafa skákmann vikunnar, hann kynntur og smávegis upplýsingar um hann eða spurningar og svo ein skák með honum að lokum. Einnig væri sniðugt að nota spjallrásir eins Mirc þar sem skákmenn gætu spjallað eins og til dæmis kylfingar gera á svona rás sem heitir: golf.is Einnig mætti vera svona tilkynningartafla þar sem skákmót væru auglýst eða sagt frá þeim. Svo mætti hafa kork sem myndi sýna skák vikunnar. Það mætti líka hafa fréttakork þar sem hægt væri að segja fréttir af skákmönnum okkar sem eru að keppa á erlendri grundu. Þetta eru mínar hugmyndir og ég vona að það verði hægt að nota þær til að rífa þetta áhugamál upp því ekki veitir af.
Kveðja Stefanbh