Mágur skákmannsins Bobbys Fischers segist hafa safnað saman skjölum, sem eigi að færa sönnur á að Fischer eigi rétt á þýskum ríkisborgararétti og því ætti ekki að framselja hann til Bandaríkjanna frá Japan. Fischer hefur verið í varðhaldi í Japan frá 13. júlí þegar hann var handtekinn á Tókýóflugvelli með ógilt vegabréf.
Russell Targ var giftur Joan, systir Fischers, en hún er nú látin. Targ segist hafa sent lögmönnum Fischers í Japan fæðingarvottorð hans frá árinu 1943 og skilnaðarpappíra foreldra hans frá árinu 1945. Faðir Fischer hét Hans-Gerhardt Fischer. Hann var lífeðlisfræðingur, fæddur í Berlín árið 1908. Það veiti Fischer sjálfkrafa rétt á þýskum ríkisborgararétti, að sögn Targs, sem er læknir. Hann segir að japönsk stjórnvöld vilji sjá gilt vegabréf. Bobby vilji ekki fara til Þýskalands en hann gæti yfirgefið Japan með gilt þýskt vegabréf. Þetta er sönnun fyrir því að Bobby Fischer eigi ekki að vera framseldur til Bandaríkjana.
(\_/)