Haukar í Hafnarfirði eru með vikulegar æfingar á þriðjudögum. Svo er KR held ég líka með vikulegar fullorðinsæfingar. Þetta eru allt hraðskákæfingar. Hellir er með mánaðarleg svokölluð Atkvöld en það eru svona hálfgerð æfingamót. Þrjár fimm mínútna og þrjár tuttugu mínútna skákir. Svo er náttúrulega besta æfingin að mæta bara á mót en þau eru nánast vikulega. Best er að skoða mótaáætlun S.Í. á skak.is. Svo er gott að æfa á Netinu eða með skákforriti. Atkvöldin hjá Helli eru fyrir fullorðna en það eru líka litlir krakkar þannig að þetta er allur aldur. Teflt er eftir Monrad-kerfi þannig að maður lendir á passlegum andstæðingum.