Anatolíj Karpov fæddist árið 1951 í Rússlandi, nánar tiltekið í Zlatoust sem er iðnaðarborg í Úralfjöllum. Faðir hans kenndi honum skák þegar Anatolíj var fjögurra ára. Þeir telfdu heima í Rússlandi þar til Anatolíj varð átta ára, en þá kom faðir hans honum í skákfélag. Um níu ára aldur gat Anatolíj unnið bestu skákmenn borgarinnar. Um svipað leiti vakti hann athygli nokkurra skákþjálfara og var hann sendur til náms í Sankti-Pétursborg og þar voru skákhæfileikar hans brýndir til enn frekari átaka. Þegar Anatolíj var átján ára varð hann heimsmeistari unglinga í skák, en varð fyrst heimsmeistari árið 1975.