Stórmeistararnir Ivan Sokolov og Jóhann Hjartarsson munu tefla hraðskákeinvígi í Bókabúð Máls og Menningar - Síðumúla kl. 15:00 á sunnudaginn. Tefldar verða 6 hraðskákir. Sokolov og Jóhann eru að koma af ,,Greenland Open,, skákmótinu sem haldið var á dögunum í samvinnu taflfélagsins Hróksins og grænlenskra yfirvalda. Einvígið er haldið í tilefni af opnun skákdeildar í Bókaverslun Máls og Menningar, Síðumúla.
Búast má við hörku keppni þar sem þessir sterku skákmenn gefa ekkert eftir við skákborðið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Tekið af skak.is
Allir að mæta!!!