Afsakið þið miklu skákaðdáendur. En mér finnst það svona dáldið hallærislegt að kalla það, þegar tveir kallar/konur sitja við borð og réttsvo færa fingurnar, íþrótt…. Svo skil ég ekki alveg afhverju fólk er að fara á einhver skákmót, ef það er ekki einusinni að keppa! Ég verð að segja það fyrir mig að ég persónulega mundi sofna við tilhugsunina um að fara að horfa á fólk sitja og hreyfa sig um millimetra á klukkutíma! Þetta er reyndar bara mín skoðun og það eru margir í kringum mig sem finnst skákin skemmtileg, en hvað þarf að hafa lítið ímyndunarafl til að búa til mannganginn, nöfn á kallana og allt þannig? Hugsiði endilega: Hvað er að þessari manneskju? Hún má hoppa upp í dídið á sér og allt þannig, en þetta er bara mín skoðun á skák.