Íslandsmót framhaldsskólasveita verður teflt föstudaginn 4. apríl og laugardaginn 5. apríl í húsakynnum TR.
Taflið hefst kl.19.30 á föstudaginn og kl.13.00 á laugardaginn.
Rétt til þátttöku eiga allir skólar á framhaldsskólastigi. Rétt er þó að geta þess að keppendur mega ekki vera eldri en 21 árs (fæddir 1982 eða síðar).
Keppnin er sveitakeppni og er hver sveit skipuð 4 skákmönnum og 1-4 til vara. Sigursveitin vinnur sér rétt til þátttöku á Norðurlandamóti framhaldsskólasveita sem fram fer á Íslandi í september. Einnig er mögulegt að sveitin sem lendir í 2. sæti komist á Norðurlandamótið.
Fyrirkomulag Íslandsmótsins verður á þá leið að tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 30 mín. á skák.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfang Taflfélagsins, tr@mi.is, eða með því að hafa samband við Torfa Leósson (697-3974) eða Ólaf H. Ólafsson (895-4660), en þeir veita allar nánari upplýsingar um mótið.