Skólaskákmót Reykjavíkur 2003 fer fram miðvikudaginn 2. apríl og fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi og hefst taflið kl.18 báða dagana. Teflt verður í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Teflt er í tveimur flokkum, eldri flokki (8.-10. bekkur) og yngri flokki (1.-7. bekkur). Í hvorum flokki hafa rétt til þátttöku tveir efstu menn af skólamóti sérhvers skóla í Reykjavík.

Hægt er að sækja um undanþágu fyrir fleiri skákmenn skólans.

Þrír efstu keppendur úr hvorum flokki vinna sér sæti á Landsmóti í skólaskák sem stefnt er að á Norðurlandi eystra 14.-17.maí.

Fyrirkomulag mótsins verður á þá leið að tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 20 mín. á skák. Upplýsingar veita Torfi Leósson (697-3974) og Ólafur H. Ólafsson (895-4660).

Kjördæmastjórar Reykjavíkurkjördæmis eru Ólafur H. Ólafsson og Vigfús Ó. Vigfússon.



Kveðja Tony1