Rimaskóli úr Reykjavík varð í dag Íslandsmeistari barnaskóla í skák. Sigurinn var mjög öruggur, sveitin hlaut 29 vinninga af 36 mögulegum. Þeir gerðu eitt jafntefli við Melaskóla en unnu allar aðrar viðureignir. Melaskóli varð í öðru sæti með 24 vinninga og Hlíðaskóli náði þriðja sætinu eftir stigaútreikning við Laugarnesskóla en báðar sveitirnar hlutu 23,5 vinning.