Lokaumferð fyrsta alþjóðlega kvennamótsins fer fram í dag

Fimmta umferð fór fram í gær í bæði VISA mótinu (fyrsta alþjóðlega kvennamótinu á Íslandi) sem og í Skákmóti Þorbjarnar-Fiskaness. Úrslitin urðu þau að Norðmenn og Frakkar gerðu jafntefli en TG/SG lagði íslenska kvennalandsliðið. Norsku stúlkurnar eru efstar á ÞF-mótinu en þær frönsku leiða á VISA-skákmótinu. Lokaumferðin hófst kl. 11:00 í morgun.

VISA mótið.

Noregur - Frakkland 2 - 2

Torill Hagesæther - Karelle Bolon 1/2 - 1/2
Marte Egeland - Caroline Cochet 0 - 1
Anita Hersvik - Mathilde Choisy 0 - 1
Gro Ferkingstad - Valerie Maupin 1/2 - 1/2

Karelle gerði öruggt jafntefli eftir að hafa telft ónákvæmt í byrjunni. Mathilde tapaði. Caroline vann í mjög athyglisverðu drottningarendatafli. Gro var ávallt með verra á móti Valerie en hélt jöfnu.

Skákmót Þorbjarnar-Fiskaness

TG/SG - Ísland 2,5 - 1,5

Björn Jónsson - Guðlaug Þorsteinsdóttir 1 - 0
Leifur I. Vilmundarson - Harpa Ingólfsdóttir 0 - 1
Páll Ingólfsson - Anna Björg Þorgrímsdóttir 1/2 - 1/2
Stefán D. Jónsson - Elsa María Þorfinnsdóttir 1 - 0



kveðja Anton