Jafntefli í hörkuskák í Olís-einvíginu!
Hannes Hlífar Stefánsson og Sergei Movsesian gerðu jafntefli í hörkuskák í 3. einvígiskák þeirra í Olís-einvíginu. Movsesian hafði hvítt, og sem fyrr var tefld sikileysk vörn. Hannes breytti út af í 6. leik frá fyrstu skákinni og kom svo með nýjung í 12. leik. Slóvakinn virtist fá mjög vænlega stöðu og allt virtist stefna í 3. sigur hans en Hannes fann frábæran varnarleik er hann lék Hc4 í 34. leik og var jafntefli samið 18 leikjum síðar. Staðan er nú 2,5-0,5 fyrir Movsesian. Fjórða skákin fer fram í dag, fimmtudag, en þá stýrir Hannes hvítu mönnunum