Gurevich sigurvegari Edduskákmótsins

Belgíski stórmeistarinn Michail Gurevich (2634) var nokkuð óvæntur sigurvegari á Edduskákmótinu-minningarmóti um Guðmund J. Guðmundsson sem lauk fyrr í kvöld. Í 2.-3. sæti urðu Ivan Sokolov (2688) og Emil Sutovsky (2651). Efstir íslenskra skákmanna voru Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson og Sigurbjörn J. Björnsson en þeir höfnuðu í 13.-21. sæti. Sigurbjörn hlaut jafnframt verðlaun fyrir bestan árangur skákmanna með minna en 2400 skákstig.